Opna laxavinnslu í Bolungarvík

Deila:
Laugardaginn 25. nóvember næstkomandi ætlar Arctic Fish að opna nýja laxavinnslu í Bolungarvík. Vinnslan heitir Drimla. Fyrirtækið greinir frá þessu á Facebook. Þar segir að húsið verði opið frá klukkan 12 til 15 og allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.
„Gólfflötur hússins er um 5000 fermetrar og hægt er að vinna um 15 tonn á klukkustund í húsinu. Í vinnslunni er mikið af búnaði sem að mestu leiti er afhentur af íslenskum aðilum. Allar lífvarnir eru fyrsta flokks og fiskurinn fer ofurkældur frá okkur sem tryggir hæstu gæði á vörunni.”

Deila: