FISK Seafood hagnaðist um 3 milljarða

Deila:

Framlegð FISK Seafood-samstæðunnar á nýliðnu ári hleypur á þremur milljörðum króna. Frá 2017 hefur samstæðan fjárfest í skipum, aflaheimildum og rekstri fyrir um 35 milljarða króna. Skuldir samstæðunnar eru hins vegar ekki nema um 10 milljarðar.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ítarlegum pistli Friðbjörns Ásbjörnssonar, framkvæmdastóra FISK Seafood í Skagafirði. Hann segir þar að á næstu fimm árum standi til að verja um átta milljörðum króna í byggingu frystihúss og fimm milljörðum til að kaupa nýjan togara. Sú fjárfesting sé þó háð því hvenær framkvæmdir við höfnina verða að veruleika.

Í löngum pistli fer Friðbjörn yfir stöðuna, bæði hér heima og erlendis. Hann setur fram gagnrýni á fiskveiðistjórnunarkerfið, stjórnvöld og hafrannsóknir og segir óvissuna mikla.

„Góðu fréttirnar eru að rekstur okkar á undanförnum árum hefur gengið einkar vel og árið sem nú er að baki varð þar engin undantekning. Fjárfestingar okkar, m.a. í auknum bolfiskkvóta og uppsjávarveiðum í gegnum kaup á ríflega þriðjungshlut í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum, hafa sömuleiðis skilað okkur umtalsverðri verðmætaaukningu síðustu árin. Fisk Seafood stendur fyrir vikið afar traustum fótum,” skrifar hann meðal annars.

Pistilinn í heild má lesa hér.

Deila: