Ný Cleopatra 33 til Ólafsvíkur

Deila:

Sverrisútgerðin ehf í Ólafsvík fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 33 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Gísli Marteinsson verður skipstjóri á bátnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bátasmiðjunni Trefjum.

Þar segir að nýi báturinn heiti Glaður. Skipið er 9,9 metrar á lengd og mælist 11 brúttótonn. Báturinn leysir af hólmi eldri Cleopatra bát með sama nafni sem þjónað hefur útgerðinni dyggilega frá því í árslok 1999.

  • Aðalvél bátsins er af gerðinni John Deere 6090  550hö tengd ZF286IV gír.
  • Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno/MaxSea frá Vestan ehf í Grundarfirði.
  • Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.
  • Báturinn verður útbuinn til Neta, línu og handfæraveiða.  Handfærarúllur eru frá DNG.
  • Lest bátsins rúmar 8stk 660lítra fiskikör.
  • Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Báturinn er að sögn vel búinn tækjum. Demparastólar eru í brú fyrir skipstjóra og háseta og fullbúin eldunaraðstaða er í brúnni. Í lúkar er fullbúin eldunaraðstaða og svefnpláss fyrir tvo.

Fram kemur í tilkynningunni að báturinn hafi þegar hafið veiðar.

Deila: