Mæla stofnstærð loðnu

Deila:

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, auk loðnuskipsins Polar Ammassak héldu í gær til loðnurannsókna. RÚV greinir frá þessu. Reiknað er með því að veiðiskipið Ásgrímur Halldórssson sláist í hópinn.

Haft er eftir Birki Bárðarsyni leiðangursstjóra að tilgangurinn sé að mæla stofnstærð loðnu, þ.e.a.s. þann hluta stofnsins sem gangi til hrygningar á þessari vertíð.

Farið verður með landgrunnskantinum úti af Vestfjörðum, austur með Norðurlandi og austur fyrir land. Fjórða skipið muni svo fara út fyrir Austurland.

Fram kemur að loðnuútgerðin bíði eftir að geta hafið veiðar og að væntingarnar séu miklar. Reiknað er með að leiðangurinn taki um eina viku.

Deila: