Sjómenn felldu kjarasamninginn

Deila:

Sjómenn hafa fellt kjarasamning sem undirritaður var við SFS 9. febrúar síðastliðinn. Samningurinn var felldur með 67% atkvæða.  Félögin sem höfðu skrifað undir samninginn voru Félag skipstjórnarmanna, Sjómannasamband Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Aðeins skipstjórnarmenn samþykktu samninginn.

Gert er ráð fyrir að ríkissáttasemjari boði samningsaðila til fundar að nýju innan skamms.

Meðfylgjandi mynd er úr safni.

Deila: