Hópuppsögn í Grindavík

Deila:

Fjörutíu og sjö starfsmönnum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Stakkavík í Grindavík hefur verið sagt upp störfum. Haft er á Vísi eftir Hermanni Th. Ólafssyni framkvæmdastjóra að þessi ákvörðun hafi ekki verið auðveld. „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu, að gera þetta. Það var bara ekki annað hægt,“ s egir hann.

Ótækt þykir að halda starfsemi fyrirtækisins áfram í Grindavík, vegna þeirrar stöðu sem þar er uppi.

Stakkavík hóf starfsemi árið 1988.

Deila: