Sennilega metár hjá austfirskum togara

Deila:

Frystitogarinn Blængur NK veiddi 7.570 tonn á árinu 2023. Fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar að um sé að ræða líklega mesta afla sem austfirskur togari hafi borið að landi á einu ári. Enn fremur kemur fram að vafalaust sé um að ræða verðmætasta ársafla togara sem gerður hafi verið út frá Austfjörðum.

Í frétinni segir að um hafi verið að ræða 1.300 tonn af þorski (rúnaðar tölur), 1.100 tonn af ýsu, 1.500 tonn af ufsa, 1.700 tonn af karfa, 900 tonn af grálúðu og 1.000 tonn af gulllaxi. Skipið hefur í tvígang áður veitt yfir 7.000 tonn á ári en þá var karfi mun hærra hlutfall heildaraflans. Skipstjórar á Blængi eru þeir Bjarni Ólafur Hjálmarsson og Sigurður Hörður Kristjánsson.

Fram kemur að árið 2024 hafi byrjað vel hjá Blængi. Hann er nú í 40 daga túr og þurfti að millilanda þann 18. janúar sl. Þegar millilöndunin fór fram hafði skipið veitt 372 tonn á 13 dögum og var uppistaða aflans ufsi og ýsa.

Deila: