Brim hagnaðist um 9,4 milljarða í fyrra

Deila:

Tekjur Brims hf. voru í fyrra 65,2 milljarður króna en hagnaður 9,4 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársuppgjöri félagsins, sem birt er á vef Brims. Fram kemur að eignir félagsins nemi samtals 143 milljörðum króna en skuldirnar eru tæplega 72 milljarðar.

í tilkynningunni er haft eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra að reksturinn hafi verið traustur árið 2023 þrátt fyrir að gengið hafi á með skini og skúrum í starfsemi félagsins.

„Heimildir til veiða jukust á sumum fisktegundum en minnkuðu á öðrum og hurfu jafnvel eins og á djúpkarfa en þær veiðar voru skyndilega bannaðar eins og þruma úr heiðskíru lofti.   Á okkar erlendu mörkuðum eru aðstæður misjafnar. Sumstaðar eru háð stríð og stjórnarfar er ótryggt og víða geisar verðbólga sem hefur margvísleg áhrif á viðskiptavini okkar.

Á árinu kom vel í ljós styrkurinn sem felst í fjölbreyttum rekstri þar sem afkoma uppsjávarsviðs var góð á meðan rekstur botnfisksviðsins var erfiðari. Reksturinn var því í heild sinni ágætur, tekjur félagsins voru 65,2 milljarðar króna og hagnaður nam 9,4 milljörðum króna eða 14,4% af rekstrartekjum ársins.”

Hér má lesa meira.

Deila: