Fá 36% hækkun á tímakaupi

Deila:

Tímakaup vélstjóra hækkar um 36% frá 2019 og 13% miðað við samninginn sem sjómenn felldu síðasta vetur. Tímakaupið mun hér eftir haldast í hendur við breytingar á launum vél- og iðnfræiðnga eftir þriggja ára starf, skv. kjarasamningi SA og VM. Vélstjórar fá desemberuppbót, þeir fá fundi fyrir og eftir vertíð, ítarlegri sundurliðun á launum og lífeyrisréttindi á pari við aðra landsmenn.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í kynningu á þeim breytingum frá fellda kjarasamningnum í fyrra, sem felast í samningi sem VM og SVG skrifuðu undir ásamt SFS í Karphúsinu í gær. Kynninguna má í heild sjá hér.

Deila: