Fiskidagurinn mikli heyrir sögunni til

Deila:

Ákveðið hefur verið að Fiskidagurinn mikli hafi verið haldinn í síðasta sinn. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV. Þar segir að aukinn kostnaður, ábyrgð sjálfboðaliða og breytt samfélagsmynd sé á meðal þess sem framkvæmdastjóri Fiskidagsins nefni sem ástæður þess að hátíði leggist af.

„Í fyrsta sinn vorum við að borga svolítið mikið fyrir alls kyns öryggistengda þætti í ár og sáum fram á verulega aukinn kostnað á því sviði,“ er meðal annars haft eftir Júlíusi Júlíussyni framkvæmdastjóra. Hann segir samfélagið hafa breyst á þeim 22 árum sem liðin eru frá því Fiskidagurinn var haldinn hátíðlegur fyrst. „Samfélagsmyndin er svo breytt. Fólk er farið að ganga með vopn, bara svo ég nefni eitthvað og ábyrgðin er okkar.“

Sjá nánar á vef RÚV

Deila: