SFS blés til lokafundar í Hörpu

Deila:

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lauk hringferð sinni um landið í morgun, þegar blásið var til fundar í Hörpu í Reykjavík. Yfirskrif hringferðarinnar var Hvað hefur sjávaútvegur gert fyrir þig?

Á fundinum voru þrír frummælendur. Konráð S. Jónsson, aðalhagfræðingur hjá Arion banka og Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi erindi um stöðu íslensks sjávarútvegs á alþjóðavísu og horfur í greininni. Loks flutti Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, erindi og kynnti fyrir fundargestum ýmsar hagstærðir úr íslenskum sjávarútvegi.

Hún bar meðal annars saman laun á Íslandi, Noregi og í Færeyjum, sem hlutfall af verðmætum en birti líka samanburðartölfræði um vinnslu á þorski. Ísland er í sérflokki hvað vinnslu á þorski varðar, samanborið við nágrannalöndin en tæplega 90% þorsks sem Íslendingar veiða er unninn. Hún ræddi líka veiðigjöld í greininni og skoðaði skattspor íslensks sjávarútvegs, svo eitthvað sé nefnt.

Eftir framsöguna fóru fram umræður. Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, var á meðal þeirra sem til máls tók í umræðunum. Hann sagði að hann liti á það sem ofbeldi af hálfu SFS að hafa haft sjómenn samningslausa í fjögur ár. Heiðrún Lind svaraði því til að það væri verkefni sem þyrfti að leysa. Enginn bæri hins vegar á því meiri ábyrgð en þau tvö.

Fundinn má í heild sjá hér.

Deila: