Landaður afli dróst saman um 56% milli ára

Deila:

Landaður afli íslenskra skipa var 65,4 þúsund tonn í febrúar 2024 sem er 56% minni afli en landað var í febrúar 2023. Uppsjávarafli var rúmlega 25 þúsund tonn en var 113 þúsund tonn í febrúar í fyrra og dróst því saman um 78%, aðallega vegna loðnubrests. Botnfiskafli var tæp 39 þúsund tonn sem er 10% aukning samanborið við febrúar í fyrra.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Fram kemur að aflamagn á tólf mánaða tímabili, frá mars 2023 til loka febrúar 2024 hafi verið 1.272 þúsund tonn, sem sé eitt prósent samtdráttur miðað við afla á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Botnfiskafli dróst saman um 11% á tólf mánaða tímabilinu á meðan uppsjávarafli jókst um 5%.

Deila: