Meðalverðið 375 krónur

Deila:

Meðalverð á grásleppu á fiskmörkuðum það sem af er grásleppuvertíðinni er 374,99 krónur. Þetta má sjá á vef RSF. Verðið fór hæst þann 5. mars í 761 krónu en lægst þann 12. mars í 164 krónur. Verðið undanfarna daga hefur verið á bilinu 320 til 430 krónur á kíló. Samtals hafa 121 tonn af grásleppu sem er veidd í grásleppunet verið boðin upp á fiskmörkuðum.

Samtals hafa 231 tonn af grásleppu komið að landi á vertíðinni. Af því má ráða að um helmingur grásleppunnar hafi farið á markað.

Finni NS er aflahæsti grásleppubáturinn á vertíðinni með 19,4 tonn. Benni ST er með 18,8 tonn. Hér fyrir neðan má sjá þá báta sem hafa landað yfir 10 tonnum.

Deila: