Magnafsláttur af togurum

Deila:

Norska skipasmíðastöðinni Vard’s Aukra hefur afhent útgerðarfélaginu Bergi-Hugin nýjan togara en hann er einn af sjö togurum sem fjögur íslensk útgerðarfélög eru að láta skipasmíðastöðina smíða fyrir sig. Norski fjárfestingafélagið Export Credit Norway, sem er í eigu norska ríkisins, veitir útgerðarfélögunum lán fyrir kaupum á sex af sjö togurum og nemur fjárhæðin um 7,3 milljörðum íslenskra króna. Heildarfjárhæðin við togaranna sjö er sögð nema rúmum tíu milljörðum samkvæmt frétt á ruv.is.

Fram kemur á vef Export Credit að allir togararnir séu eins og er reiknað með að hinir sex verði afhenti á seinni hluta þessa árs.

Landsbankinn er sagður veita bankaábyrgð fyrir láninu hjá Export Credit en fjármögnun sjöunda togarans var tryggð annars staðar. Útgerðarfélögin eru auk Bergs-Hugins, Skinney-Þinganes og Gjögur sem hafa hvert lagt inn pöntun fyrir tvo togara. Ekki kemur fram hver er að láta smíða sjöunda skipið en í frétt mbl.is kom fram að það væri Útgerðarfélag Akureyrar.

Á vef Export Credit kemur fram að forsvarsmenn Bergs-Hugins hafi átt frumkvæðið að þessum kaupum útgerðarfélaganna og það hafi vissulega liðkað fyrir að bankinn gat nánast gert „copy/paste“, eins og það er orðað, á alla fjármögnunarsamninga. Togararnir sjö eru allir 29 metrar og verða vistaverur áhafnanna í hæsta gæðaflokki. Export Kredit veitir lán til fyrirtækja sem nýta sér þjónustu norska útflutningsfyrirtækja.

Á vef Fiskeribladet kemur fram að þar sem íslensku útgerðarfélögin hafi látið smíða nákvæmlega eins togara greiði þau 100 milljónir norskra fyrir hvern togara en ekki 125 milljónir ef bara einn hefði verið pantaður. 

 

 

Deila: