Helga Sæm komin í 30 tonn

Deila:

Grásleppuveiðar hófust snemma þetta árið. Heimilt var að hefja veiðar 1. mars. Nú þegar rúmur mánuður er liðinn af veiðunum hefur 355 tonnum af grásleppu verið landað í 249 löndunum. Það gerir um 1,43 tonn að meðaltali í löndun.

Fjórir bátar hafa rofið 20 tonna múrinn á tímabilinu. Aðeins einn bátur er kominn í 30 tonn en það er Helga Sæm ÞH 70, sem landar á Kópaskeri.

Tonnin hjá Helgu Sæm eru 30,7 og eru komin á land í 17 löndunum. Það gerir 1,8 tonn að meðaltali í löndun.

Alls hafa grásleppubátar landað 48 sinnum á Dalvík það sem af er vertíðinni en Kópasker, Sauðárkrókur og Bakakfjörður eru með 23-24 landanir.

 

Deila: