Bjarkey nýr ráðherra sjávarútvegsmála

Deila:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, er nýr matvælaráðherra. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. Svandís Svavarsdóttir fer í innviðaráðuneytið.

Bjarkey er fædd í Reykjavík í febrúar 1965, dóttir Gunnars Hilmars Ásgeirssonar vélstjóra og Klöru Björnsdóttur matráðs. Hún er í sambandi með Helga Jóhannssyni þjónustustjóra og á þrjú börn.

Í samtali við Vísi lætur Bjarkey hafa eftir sér að enginn einn málaflokkur brenni á henni í matvælaráðuneytinu, umfram annan. Hún þurfi að kynna sér það þegar hún mæti þangað. Þar sé að líkindum meira undir en fólk geri sér grein fyrir. Þá vill hún ekki tjá sig sérstaklega um umdeild mál sem heyra undir ráðuneytið að svo stöddu, svo sem hvalveiðar.

Deila: