Addi í London kominn á eftirlaun

Deila:

Ísleifur Arnar Vignisson, öllu kunnari í Eyjasamfélaginu sem Addi í London, er kominn á eftirlaun. Það telst til svo mikilla tíðinda að þau hafa ábyggilega birtst sem jarðhræring í Heimaey á mælum Veðurstofunnar fyrir sunnan. Hann var kvaddur með virktum og viðhöfn á netaverkstæði Vinnslustöðvarinnar, bækistöð sinni í fyrirtækinu undanfarin ár. Þar segir hann að slái hjarta starfseminnar.

Þetta kemur fram í færslu á vef Vinnslustöðvarinnar. Þar er haft eftir Adda, sem hefur unnið hjá fyrirtækinu í 52 ár, að þetta sé réttur tími til að láta staðar numið. „Þetta er réttur tími til að hætta og ég tel mig hafa skilað Vinnslustöðinni mínu og vel það eftir samtals 52ja ára starf þar og í Fiskiðjunni áður en fyrirtækin sameinuðust.”

Fimmtudagurinn 18. apríl 2024 var síðasti vinnudagur Adda í London í Vinnslustöðinni og síðdegis var honum haldið veglegt kveðjuhóf á netaverkstæðinu, þar sem hann hefur verið í góðra manna hópi undanfarin ár.

Hér má lesa ítarlega grein um Adda. Myndin er fengin að láni af vef VSV.

Deila: