Má búast við makríl í sumar?

Deila:

Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, verður með erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar sem ber heitið: Má búast við makríl í sumar? Málstofan fer fram 2. maí kl. 12:30.

Í kynningu segir:

Makríll byrjaði óvænt að ganga inn í íslenska landhelgi sumarin 2006-2007. Útbreiðsla og þéttleiki makríls við landið jókst ár frá ári. Sumarið 2010 var makríll áberandi meðfram stöndum á Reykjanesi þar sem hann mátti veiða með stöng frá bryggjum. Sumarið 2013 náði útbreiðsla makríls eftir allri vesturströnd landsins og norður fyrir til Hólmavíkur þar sem heimamenn líktu ástandinu við síldarævintýrið forðum daga. Sumarið 2020 gekk makríll ekki upp að stöndum landsins lengur og smábátar gáfust upp á makrílveiðum vegna lélegrar aflabragða. Veiðar uppsjávarskip hafa haldið áfram til dagsins í dag og aflinn hefur haldist um 130-140 þúsund tonn á ári síðustu sumur. Í byrjun makrílveiða var aflinn veiddur í íslenskri landhelgi en veiðin færðist austur í Noregshaf með árunum og síðan 2018 hefur meirihluti verið veiddur í Noregshafi. Niðurstöður úr svokölluðum makrílleiðangri, farinn árlega að sumarlagi síðan 2010, sýna hvernig útbreiðsla makríls við Ísland minnkaði samhliða minni veiðum í landhelginni. Undanfarinn áratug hafa margar og fjölbreyttar rannsóknir verið gerðar til að finna ástæður þess að makríll byrjað að ganga í vesturátt inn í íslenska landhelgi og hvers vegna dregið hefur úr vesturgöngu undanfarin ár. Í fyrirlestrinum verða niðurstöður rannsóknanna settar í samhengi við útbreiðslu makríls síðustu sumur og spá í spilin um hverju má búast við sumarið 2024.

Deila: