Grásleppudögum fjölgað í 55

Deila:

Fiskistofa mun samkvæmt reglugerð fjölga dögum hjá þeim skipum sem eru á grásleppuveiðum eða eiga eftir að fara á grásleppuveiðar.

Ráðuneytið hefur gefið út reglugerð sem tekur gildi í dag mánudaginn 22. apríl, þar sem veiðidögum í grásleppu er fjölgað úr 40 í 55.

Nánari upplýsingar um tilhögun veiðanna má finna hér á síðunni í grein um grásleppuveiðar.

Fram kemur á vef LS að sambandið hyggist á vef sín­um leita svara hjá Mat­vælaráðuneyt­inu um hvaða aðstæður hafi komið upp sem leitt hafi til rúmlega þriðjungs fjölgunar veiðidaga.

Grásleppuvertíðin hófst 1. mars.  Í gær, 21. apríl, var búið að veiða 1.151 tonn.  Fjöldi landana á bakvið þann afla eru 792, sem leggur sig á að hver löndun hefur skilað 1,45 tonni. Alls hafa 97 bátar hafið veiðar.
Á sama tíma í fyrra hafði vertíðin skilað 1.330 tonnum.  Þess ber þó að geta að þá hófust veiðar 20. mars, en á móti kemur að þá höfðu 107 bátar hafið veiðar.
Afli sem hver löndun hefur skilað hefur lítið breyst milli ára, var 1,48 tonn á tímabilinu.
Deila: