Vísir fær nýja saltsprautuvél

Deila:

Vísir hf í Grindavík hefur fengið afhenta nýja saltsprautuvél sem hönnuð er og smíðuð af Kapp ehf. Kapp greinir frá þessu á Facebook. Þar segir að vélin sé hönnuð til að hámarka nýtingu og gæði afurðarinnar og byggi á nýjustu tækni sem gerir notandanum kleift að stjórna henni á mjög nákvæman og skilvirkan hátt.

Á heimasíðu Kapp segir: „Sprautuvélarkerfið RAF-S900 samhæfir kosti sprautuvélar, pækilblöndunar, pækilframleiðslu og skráningu á vinnsluþáttum. Pækilblöndunarkerfið, sem blandar í kör fyrir aftan sprautuvél og í sprautuvélina sjálfa, er innbyggt í sprautuvélinni. Með því er hægt að samtvinna vinnslu sprautuvélar og blöndunar á einum stað, sem auðveldar notanda að skipta á milli mismunandi afurðategunda yfir vinnsludaginn.”

Deila: