Lítið vitað um villtan lax í sjó

Deila:

Stofnstærð Atlantshafslaxins er aðeins þriðjungur þess sem hún var fyrir fjörutíu árum, þrátt fyrir að veiðar á honum hafi minnkað. Frá þessu er greint á vefnum Austurfrétt en þar er vitnað í orð dr. Rasmus Lauridsen, rannsóknastjóra hjá Six Rivers á ráðstefnu um stöðu villta Atlantshaflaxins á Vopnafirði, sem haldin var á dögunum.

Fram kemur að sérfræðingar viti margt um líferni fisksins í ferskvatni en lítið um hvað taki við í sjónum. Six Rivers sér um laxastofna í sex ám á Norðausturlandi. Áætlað er að 10-20% af íslenska laxastofninum sé í þeim. Fram kemur að Rasmus hafi sagt að mikili ábyrgð fylgi því að hugsa um árnar.

Haft er eftir Rasmusi að talið sé að um sex milljónir laxa hefðu gengið út í sjó á níunda áratugnum en væru núna um tvær milljónir. Á sínum tíma hefðu um 10.000 tonn af laxi verið veidd í sjó en þau væru nú 1.000. Þrátt fyrir þetta fækki laxinum áfram.

Hér má lesa nánar um erindið.

Deila: