Strandveiðibátur tók inn á sig sjó

Deila:

Í morgun barst tilkynning um að tveir strandveiðibátur vestur af Barðanum hefði lent í hremmingum. Annar báturinn tók inn á sig sjó. Þyrla gæslunnar var kölluð út ásamt björgunarsveitum Landsbjargar frá Þingeyri, Patreksfirði, Bolungarvík og Ísafirði.

Skipverja tókst að komast fyrir lekann en bátnum var fylgt til hafnar á Þingeyri.

Þá var björgunarskipið Kobbi kallað út vegna annars strandveiðibáts, á svipuðum slóðum, sem siglt hafði á rekald.

Deila: