Kjartan Páll formaður Strandveiðifélags Íslands

Deila:

Kjartan Páll Sveinsson hefur verið kjörinn nýr formaður Strandveiðifélags Íslands. Aðalfundur félagsins fór fram 5. mars síðastliðinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu, og þar var ný stjórn kjörin.

Félagið var stofnað í fyrra en félagsmenn eru um 300 talsins. Tilgangurinn félagsins er að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Ísland. Félagið vill einnig koma í veg fyrir mismunun í lögum um fiskveiðistjórnun, sem sögð er stangast á við stjórnarskrá landsins.

Fram kemur í tilkynningunni að þungt hafi verið yfir fólki á fundinum vegna nýjasta útspils matvælaráðherra um svæðaskiptingu strandveiðiafla og bráðabirgðatillagna frá verkefninu Auðlindin okkar. Fram kemur að félagið eigi fulltrúa í sjávarútvegesnefndinni en ekki í starfshópnum í því verkefni. Augljóst sé að ekki hafi verið tekið tillit til neins af þeim leiðum, lausnum og sjónarmiðum sem félagið hafi komið á framfæri á fundunum. „Mátti skilja sem svo að Auðlind­in okk­ar miði gagn­gert að því út­rýma strand­veiðum,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Kjartan Páll er félagsfræðingur og strandveiðimaður. Hann lauk BA-gráðu í mann­fræði við Há­skóla Íslands og er með doktors­próf í fé­lags­fræði frá London School of Economics. Kjart­an hef­ur starfað á sviði rann­sókna og op­in­berr­ar stefnu­mót­un­ar í nær 20 ár, bæði á Íslandi og Bretlandi, en hafið á hug hans og hjarta.

Ný stjórn Strandveiðifélags Íslands:

  • Axel Örn Guðmund­ur Geir­dal
  • Álf­heiður Eym­ars­dótt­ir
  • Birg­ir Hauk­dal Rún­ars­son
  • Friðjón Ingi Guðmunds­son
  • Gísli Ein­ar Sverris­son
  • Gísli Páll Guðjóns­son
  • Hall­dóra Krist­ín Unn­ars­dótt­ir
  • Hjört­ur Sæv­ar Steina­son
  • Þórólf­ur Júlí­an Dags­son
Deila: