Þreföld afköst í nýrri hreinsistöð

Deila:

Miklar framkvæmdir standa nú yfir hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Þar er verið að byggja hús fyrir nýja hreinsistöð sem mun þrefalda afköstin frá því sem verið hefur. Fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar að verkið sé á áætlun en ýmislegt hafi reynst flóknara en upphaflega hafði verið reiknað með. Reiknað er með að húsinu verði lokað í haust.

Það er gaman að segja frá því að við erum nánast að þrefalda afköstin í hreinsistöðinni úr 140m3 í 400m3 á klukkustund og eigum að geta nýtt mun betur það sem fellur frá vinnslunum i bræðsluna. Þessi búnaður kemur frá Huber og er Iðnver umboðsaðili.“ segir Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri Vinnslustöðvarinnar.

Í nýju hreinsistöðinni verður hægt að ná sem mestu af próteini úr vatninu og endurnýta það. Stöðin kemur til landsins í byrjun september. Markmiðið með hreinsuninni sé að hreinsa frávatn frá starfsstöðvum VSV og auka þannig verðmætasköpun.

„En með því að bæta frárennslibúnað er hægt að nýta betur auðlindir félagsins. Með vélbúnaði frá Huber verður hægt að ná sem mestu af próteini úr frávatninu og endurnýta það í bræðslunni. Um verulegt magn er að ræða sem verður hægt að gera verðmæti úr sem annars færi til spillis. Nútímakrafa er að fyrirtæki fjárfesti í aukinni sjálfbærni í sínum rekstri sem stuðlar að aukinni verðmætasköpun. Þessi búnaður er líka til þess ætlaður að VSV standist þær mengunarkröfur sem gerðar eru til þeirra með losun í sjó.“ segir hann.

Nánar má lesa um málið hér.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af framkvæmdunum.

Deila: