Þorskur í verkfalli

Deila:

Það sem af er ári er búið að selja meira af óslægðum þorski á fiskmörkuðunum en á sama tíma í fyrra.  „Þetta vekur athygli þegar tillit er tekið til verkfalls sjómanna.  Alls nemur aukningin 288 tonnum sem jafngildir 17,5%,” segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Hrun hefur hins vegar átt sér stað í slægðum þorski, nær ekki fimmtungi þess sem selt hafði verið í fyrra eða alls 487 tonna mismunur.  Þegar litið er til heildarmagns er munurinn því aðeins 200 tonn síðasta ári í vil.

Verð á óslægðum þorski er aðeins 4% hærra en það var í fyrra.  Þegar kílóverð hans er umreiknað í gjaldmiðla okkar helstu viðskiptalanda eru hækkanir verulegar milli ára.

Dollar    19%
Pund     41%
Evra       22%

Tímabilið 1. janúar – 19. janúar

Þorskur í verkfalli

 

Deila: