HB Grandi greiðir 1,8 milljarða í arð

Deila:

Aðalfundur HB Granda samþykkti að greidd verði 1 kr. á hlut í arð vegna ársins 2016, alls að fjárhæð 1.813.658.723 kr. Arðurinn verður greiddur 31. maí 2017. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 5. maí 2017 og arðleysisdagur því 8. maí 2017.

Aðalfundurinn var haldinn síðastliðinn föstudag og á honum var samþykkt tillaga að starfskjarastefnu.
Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa: Anna G. Sverrisdóttir, Halldór Teitsson, Hanna Ásgeirsdóttir, Kristján Loftsson og Rannveig Rist.
Samþykkt var að þóknun til stjórnarmanna vegna næsta árs verði 264.000 kr. á mánuði og formaður fái tvöfaldan hlut.

Eftirfarandi tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum var samþykkt

Aðalfundur veitir stjórn félagsins heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupgengi má eigi vera hærra en í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem hærra er. Heimild þessi skal aðeins nýtt í þeim tilgangi að koma á formlegri endurkaupaáætlun eða til þess að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup félagsins á eigin bréfum, t.d. með útboðsfyrirkomulagi, enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum. Aðrar eldri heimildir til kaupa á eigin hlutabréfum falla úr gildi við samþykkt heimildar þessarar.

Tillöguna um starfskjarastefnu má sjá hér

Sjá hér

 

Deila: