Nýir togarar með færeysk veiðarfæri

Deila:

Netagerðin Vónin í Þórshöfn í Færeyjum hefur afhent mikinn pakka af veiðarfærum um borð í tvo nýja togara. Það eru troll, fiskiskiljur, trollpoka, hlera, togvíra og fleira sem þessu tengist. Þessir togarar eru Svend C frá Grænlandi og Newfoundland Victor frá Nýfundnalandi.

Svend C er byggður til veiða á rækju og uppsjávarfiski. Hann sótti veiðarfærin til Færeyja, en búnaðurinn fyrir hinn togarann var sendur utan til norsku skipasmíðastöðvarinnar, sem smíðaðir skipið.

Báðir togararnir verða með Vónin 2014 rækjutroll sem er mjög meðfærilegt og hægt er að stilla það með mikla breidd í opnun eða hafa höfuðlínuna háa eftir aðstæðum.

Rækjutrollin eru að mestu gerð úr Fortis neti sem sameinar styrkleika og gott gegnum flæði þar sem styrkleiki trollgarnsins gerir kleift að minnka sverleika þess. Svend C tekur einnig 1728 metra uppsjávartroll til veiða á makríl og síld.

 

Deila: