154 þúsund hafa siglt til Ísafjarðar í sumar

Deila:

Ríflega 154 þúsund farþegar hafa heimsótt Ísafjörð á skemmtiferðaskipum það sem af er sumarvertíðinni, eða frá apríl til loka júlí. Greint er frá þessu á Facebook-síðu Ísafjarðarhafnar. Áætlaðar tekjur hafnarsjóðs af þessum komum hlaupa á liðlega hálfum milljarði króna.

Skipin eru 123 talsins. Í fréttinni er því velt upp hverjar tekjur bæjarfélagsins eru af öllum þessum gestakomum.

„Eins nefnt var síðast þegar við birtum svona töflu þá getur það verið skemmtilegur samkvæmisleikur að meta efnahagsleg áhrif skipanna á samfélagið okkar. Það er gert með því að margfalda farþegafjöldann með þeirri peningaupphæð sem áætlað er að hver farþegi eyði á staðnum. Ekki er til nein einn rétt tala um eyðslu farþega því niðurstöður rannsókna á þessu sviði eru talsvert mismunandi.”

Flestir farþegar á einum degi komu þann 8. júlí, eða 8.175 talsins. MSC Perziosa er það skip sem hefur komið með flesta farþega í sumar, eða 3.977. Skipið er jafnframt það lengsta sem lagst hefur að bryggju á Ísafirði í sumar, eða 333,3 metrar.

Deila: