Verður knúinn af gasi og rafmagni

Deila:

Nýr norskur uppsjávarveiði bátur verður sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum, sem ekki mun nota olíu sem orkugjafa. Báturinn mun nýta gas og rafmagn sem orkugjafa. Um er að ræða bát sem hefur fengið nafnið Libas og verður 86 metra langur og tæplega 18 metrar að breidd.

Báturinn var hannaður af norska fyrirtækinu Salt Ship Design og hefur hönnun tekið um hálft annað ár.

Báturinn er smíðaður í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og er búið til veiða með nót og getur dregið bæði eitt og tvö troll.

Deila: