Viðamikið yfirlitsrit um íslensk skeldýr

Deila:

Út er komið viðmesta yfirlitsrit íslenskra lindýra, gjarna kölluð skeldýr, síðan safn rita eftir Ingimar Óskarsson komu út um miðbik síðustu aldar.* Ritið sem er skýrsla gefin út á vegum á vegum Hafrannsóknastofnunar (sjá hér) ber heitið Report of ten years of Mollusca collection in Icelandic waters by the Marine and Freshwater Research Institute.

Frá þessu er greint á vef Hafró. Þar segir að skýrslan byggi á vinnu tveggja belgískra dýrafræðinga ásamt Steinunni Hilmu Ólafsdóttur sjávarlíffræðings á Hafró. „Þau Christiane og Roland hafa haft ástríðu fyrir að safna og rannsaka lindýr í áratugi með fókus á útbreiðslu evrópskra lindýra og þeim áhrifum sem athafnir mannsins og loftslagsbreytingar geta haft á þessi dýr. Skýrsla þessi byggir á lindýrum sem safnað var af fiski- og botndýrafræðingum Hafrannsóknastofnunar úr meðafla við togveiðar við mat a fiskistofnum við Ísland.”

Sjá nánar hér.

 

Deila: