Hákon til liðs við GeoSalmo

Deila:

Hå­kon André Berg hefur verið ráðinn stjórn­ar­formaður land­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins GeoSalmo. Hann er jafnframt á meðal stærstu hluthafa félagsins. Frá þessu greinir á vef fyrirtækisins, sem reisir landeldisstöð í Þorlákshöfn.

Fram kemur að hann hafi áður verið forstjóri norka landeldisfyrirtækisins Salmon Evolution, sem er stærsta landeldið í Noregi.

Í fréttinni segir að Hákon hafi auk reynslunnar af landeldi starfað við fjárfestingar, viðskiptaþróun og ráðgjöf, auk þess að sitja í stjórnum fyrirtækja. Sú reynsla muni nýtast vel í því verkefni sem unnið er að í Þorlákshöfn.

Fyrsta skóflustunga stöðvarinnar var tekin í janúar síðastliðnum.

 

Deila: