Vígja nýtt netaverkstæði

Deila:

Cosmos Trawl, dótturfyrirtæki Hampiðjunnar vígði í formlega dag nýtt netaverkstæði í Skagen í Danmörku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar seir að þetta marki tímamót í starfsemi fyrirtækisins.

Með þessu eykst að sögn möguleiki á að fara yfir og gera við mörg flottroll samtímis þegar trollviðgerðarbrautunum fjölgar úr tveim í fjórar og vandaður tækjabúnaður, blakkir og tromlur, léttir vinnuna og flýtir fyrir viðgerðum svo um munar.

Viðstaddir vígsluna voru fjölmargir heiðursgestir, þar á meðal Birgit S. Hansen, borgarstjóri í Frederikshavn, stjórnarmenn Hampiðjunnar, auk fjölda birgja og viðskiptavina. Vígsluathöfnin hófst með ávarpi frá forstjóra Hampiðjunnar, Hirti Erlendssyni, við inngang nýja hússins.

Nánar má sjá hér.

Deila: