Ómar til First Water

Deila:

Ómar Grétarsson mun stýra sölu- og markaðsmálum landeldisfyrirtækisins First Water. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Ómar hefur víðtæka reynslu af laxeldi en hann hóf störf sem sölustjóri hjá Fjarðalaxi 2013.

Eldissstöð First Water í Þorlákshöfn er í byggingu en áætluð verklok allra áfanganna sex er árið 2029. Fram kemur í tilkynningunni að í sumar hafi starfsmenn fyrirtækisins verið 200 talsins. Stefnt er að því að í árslok verði búið að framleiða 1.500 tonn af laxi.

Haft er eftir Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra First Water, að Ómar komi til liðs við félagið á hárréttum tíma og að First Water ætli sér stóra hluti.

Sjá einnig: First Water lýkur 12,3 milljarða fjármögnun

Deila: