31% samdráttur í ágúst

Deila:

Heildarafli íslenskra skipa var rúmlega 80 þúsund tonn í ágúst 2024 sem er 31% minna en í ágúst á síðasta ári. Hagstofan greinir frá þessu. Á vef stofnunarinnar segir að botnfiskafli hafi verið álíka mikill og í fyrra eða 32 þúsund tonn. Uppsjávarafli hafi dregist saman um 43%, úr tæpum 80 þúsund tonnum í ágúst 2023 í rúm 45 þúsund tonn í ágúst á þessu ári.

„Á fiskveiðiárinu frá september 2023 til ágúst 2024 var heildaraflinn 1.021 þúsund tonn sem er 30% samdráttur frá fyrra fiskveiðiári. Botnfiskafli jókst um 4% á fiskveiðiárinu 2023-2024 miðað við fyrra fiskveiðiár. Uppsjávarafli dróst hins vegar saman um 44% en loðnubrestur árið 2024 hafði þar mikil áhrif.”

Deila: