Umboðsmaður krefur Bjarkeyju svara

Deila:

Umboðsmaður Alþingis hefur farið fram á að matvælaráðuneytið lýsi rökstuddri afstöðu sinni til þess hvernig meðferð þess á umsókn Hvals hf. um leyfi til veiða á langreyðum samrýmist grundvallarreglu stjórnsýsluréttar um málshraða. Morgunblaðið greinir frá þessu en þar er vísað til bréfs umboðsmanns til Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra.

Hvalur kvartaði til umboðsmanns vegna málsmeðferðarinnar í ágúst.

Fram kemur að umboðsmaður spyrji meðal annars hvers vegna ráðuneytið hafi fyrst óskað eftir lögbundinni umsókn Hafró fjórum mánuðum eftir að umsókn Hvals barst.

Deila: