Skinney-Þinganes byggir sjálfvirka frystigeymslu

Deila:

Útgerðarfyrirtækið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði er að hefja framkvæmdir við nýja frystigeymslu sem áformað er að verði tekin í notkun eftir rúmt ár, fyrir árslok 2025. Fyrst og fremst er um að ræða afurðageymslu fyrir uppsjávarfisk en hún mun sömuleiðis nýtast fyrir bolfiskafurðir fyrirtækisins.

Frystigeymslan verður tæknilega vel búin og með mikilli sjálfvirkni, meðal annars með alsjálfvirkum rekkakerfum og fara afurðabretti um geymsluna án þess að mannshöndin komi þar nokkuð nærri. Í reynd er húsið þannig hannað að rekkakerfið sjálft er burðarkerfi hússins og skrúfast veggeiningar hússins utan á þær.

Kælismiðan Frost mun hafa stóra verkþætti í þessari framkvæmd með höndum, m.a. viðamikið frysti- og þurrkkerfi og fleira. Meðfylgjandi mynd var tekin á Íslensku sjávarútvegssýningunni í vikunni þar sem Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess og Guðmundur Hannesson, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts undirrituðu samning um framkvæmdina.

 

 

Deila: