-->

Áfanga í makrílfrystingu fagnað í morgunkaffiveislu

Starfsmenn í fiskvinnslu gengu að sérlega litríku og girnilegu hlaðborði í kaffisal Vinnslustöðvarnar í gærmorgun. Hæstráðandi á vettvangi, Særún Eydís Ásgeirsdóttir, tók upp á því að gera „heimafólkinu“ sínu dagamun í tilefni þess að fyrirtækið náði þeim áfanga að frysta tíu þúsundasta tonnið af makríl á vertíðinni.

Dúkuð eru borð og hlaðin sætindum af mun minna tilefni.

„Menn ráku eðlilega upp stór augu þegar þeir gengu í salinn og veltu fyrir sér hvor Eydís kaffikona ætti stórafmæli eða hvað yfirleitt væri að gerast?

Afmæli var það ekki, heillin, heldur var tilstandið og sætabrauðið makrílnum að þakka. Hverjum hefði svo sem dottið það í hug?,“ segir í færslu á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Segir „alveg á hreinu“ að gögnin...

Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir í samtali á visir.is ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarps...

thumbnail
hover

Nýdoktor á sviði flotahegðunar og hagfræði...

Staða nýdoktors er auglýst hjá Hafrannsóknastofnun, við starfstöð stofnunarinnar í Hafnarfirði. Nýdoktornum er ætlað að starfa...

thumbnail
hover

TF-SIF stuðlar að handtöku hasssmyglara

Spænska lögreglan, Guardia Civil, í samvinnu við Landhelgisgæslu Íslands handtók fjóra smyglara og gerði 963 kíló af hassi upptæ...