Bleikja á hrísgrjónabeði

Deila:

Eftirfarandi uppskrift fundum við í gömlu sérriti með Gestgjafanum. Þar er að finna margar uppskriftir að bleikjuréttum eftir Rut Helgadóttir.
Bleikja er sérlega hollur matur. Meðal fitumagn íslensku bleikjunnar er 5-15%. Fitan inniheldur fjölómettaðar  fitusýrur, sem eru okkur nauðsynlegar og verja okkur gegn gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Fitan er auðug af Omega 3 og D-vítamíni. Íslenska bleikjan hefur mismunandi litarhátt. Hún er silfruð fyrri hluta sumars en verður fallega bleik með haustinu. Kjötið er bleikt, mjög mjúkt og þétt. Íslenska bleikjan er nú fáanleg allt árið um kring, bæði fryst og fersk.
Það er auðvelt að matreiða íslensku bleikjuna og hún er herramannsmatur.

600 g bleikjuflök
2 msk. smjör
safi úr ½ sítrónu.
½ tsk. salt
¼ tsk. pipar
3 dl hrísgrjón
5 dl vatn
1 fiskiteningur
¼ tsk, múskatduft
1 lítill pakki frosið spínat
2 dl saxaður blaðlaukur
2 msk. parmesanostur
sítrónusneiðar til skrauts

Aðferð:

Hreinsið og roðflettið silungsflökin og skerið í bita. Setjið smjör, sítrónusafa, salt og pipar í skál og stillið á mesta hita í 20-30 sekúndur, eða þar til smjörið hefur bráðnað. Smyrjið örbylgjuform með smjöri, leggið hrísgrjónin á botninn á forminu, hellið vatni, fiskikrafti og múskati yfir.Lokið forminu með loki eða plasti og sjóðið hrísgrjónin á mesta styrk í 2-2½  mínútu. (Það fer eftir styrk ofnsins.)
Takið formið úr ofninum, saxið spínatið og setjið saman við hrísgrjónin í forminu ásamt blaðlauknum og ostinum, hrærið vel saman. Leggið silunginn ofan á hrísgrjónin, helliðsítrónusmjörinu yfir, þekið formið með plasti og bakið áfram á mesta styrk í 6-8 mínútur. Berið þennan rétt heitan og skreytið með sítrónu.

Deila: