Stærsti tarfurinn 459 sentímetrar

Deila:

Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar fóru á laugardag í fjöruna við Útskálakirkju í Garði til að rannsaka dýrin sem drápust í fjörunni í sl. nótt.

Í fjörunni reyndust vera 14 dýr þar af 2 kálfar (undir 2m). Samsetning hópsins var eftirfarandi: 11 kýr og 3 tarfar. Stærsti tarfurinn reyndist 459cm og stærsta kýrin 439cm. Tekin voru erfðasýni úr dýrunum og mælingar gerðar til að meta holdafar. Þá voru einnig tekin blóðsýni til bakteríu og veiruskimunar.

Sérfræðingarnir sem fóru í fjöruna eru Sverrir Daníel Halldórsson og Þorvaldur Gunnlaugsson.

Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Deila: