-->

Hrósa skipverjum og Landhelgisgæslunni

„Skipverjar og Landhelgisgæslan eiga hrós skilið fyrir að brugðist hratt og vel við, og enn á ný sannast það hversu mikilvægt það er okkur Íslendingum að eiga öfluga Landhelgisgæslu sem er vel tækjum búin,“ segir í frétt á Facebook síðu Þorbjarnar í Grindavík, útgerðar frystiskipsins Hrafns Sveinbjarnarsonar GK sem varð vélarvana á miðunum úti fyrir Vestfjörðum um helgina. Líkt og sagt hefur verið frá kom varðskipið Freyja skipinu til aðstoðar og tók það í tog. Var ætlunin að draga Hrafn til Ísafjarðar en skipverjum tókst með aðstoð Gæslnnar síðan að koma aðal- og ljósavélum skipsins í gang á ný og gat skipið þá siglt fyrir eigin vélarafli til Hafnarfjarðar. Þar var nýtt troll tekið um borð í gærkvöldi og snemma í morgun var togarinn kominn á ný á miðin úti fyrir Vestfjörðum þar sem ætlunin var að slæða trollið upp sem skera þurfti aftan úr togaranum þegar vélarbilunin varð. Ástæða þess að drapst á vélunum var að kælihosa fór í sundur og vatn skvettist yfir vélarrúmið.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Frumraun Hoffellsins á kolmunnamiðunum

Uppsjávarskipið Hoffell SU er nú á landleið með 2.250 tonn af kolmunna sem fékkst um 100 mílur suður af Færeyjum, að því er seg...

thumbnail
hover

Losuðu dauðan hval

Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði síðastliðinn miðvikudag dauðan hval á Stakksfirði en hann hafði flækst í botnföstu t...

thumbnail
hover

Skagfirðingar mótmæla breytingum á strandveiðikerfinu

Í nýrri ályktun Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar er mótmælt fyrirætlan Svandísar Svavarsdóttur, matvæltráðherra, að hv...