-->

„Leiða þarf í ljós hvað á við rök að styðjast“

„Samtök atvinnulífsins eru slegin yfir þeim fréttum sem birst hafa síðustu daga og snúa að viðskiptum Samherja í Afríku. Alvarleg mál hafa komið upp á yfirborðið og einboðið að þau verði rannsökuð gaumgæfilega af þar til bærum yfirvöldum. Það er jákvætt að stjórn fyrirtækisins hafi lýst því yfir og hafist handa með afdráttarlausum aðgerðum að endurvinna traust.“

Svo segir í yfirlýsingu Samtaka atvinnulífsins vegna Samherjamálsins, en hún er birt á heimasíðu samtakanna. Þar segir ennfremur:

„Viðbrögð þurfa að vera í samræmi við alvarleika hinna meintu brota og fyrirtækið  þarf að leggja spil sín á borðið gagnvart þeim eftirlitsaðilum sem í hlut eiga. Það eru heildarhagsmunir okkar allra að þessi mál upplýsist fljótt og að orðspor þjóðarinnar og atvinnulífs á Íslandi, innanlands sem utan, skaðist sem minnst vegna þeirra.

Nú þarf að leiða í ljós hvort og hverjar af þessum alvarlegu ásökunum eigi við rök að styðjast. Reynist svo vera þá þarf að senda skýr skilaboð um að háttsemi af þessu tagi verði ekki liðin, hvorki í atvinnulífinu hér á landi né annars staðar þar sem íslensk fyrirtæki hafa starfsemi.“

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skötuselur í karrý og kókoshnetumjólk

Svona rétt fyrir jólin er kannski gott að hafa mat frábrugðinn því sem tíðkast yfir hátíðirnar. Fyrir þá, sem eru bæði sólg...

thumbnail
hover

Þykir ofsalega vænt um íslenskan sjávarútveg

Maður vikunnar byrjaði 13 ára að slægja fisk hjá Stáli og hníf á Ísafirði. Síðan hefur hann verið beintengdur sjávarútveginu...

thumbnail
hover

Samherji birtir pósta máli sínu til...

Greiðslur Kötlu Seafood til ERF 1980 árið 2014 voru til að fá kvóta frá Fishcor, ríkisreknu sjávarútvegsfyrirtæki í Namibíu, ...