-->

Steikt rauðspretta með hvítlauk og rækjum

Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari er látinn. Fáir hafa eldað aðrar eins krásir úr fiskafurðum á starfsævinni og Úlfar. Í minningu hans birtum við uppskrift að rauðsprettu úr matreiðslubók hans Úlfar og fiskarnir. Þar er að finna mikið af góðum uppskriftum. Þessi er miðuð við tvo, en auðvelt er að stækka hana upp í fjóra eða fleiri.

Innihald:

350-400 g rauðsprettuflök
hveiti
50 g smjör til steikingar
4 sveppir, sneiddir
5 hvítlauksgeirar, saxaðir
100 g rækjur
¾ bolli hvítvín
50 g kalt smjör

Aðferðin:

Rauðsprettuflökin eru látin halda roðinu. Flökunum er velt upp úr hveiti, þau sett á pönnu og roðið látið snúa upp. Þau eru steikt úi 2 mínútur á hvorri hlið. Þá eru flökin sett á diska.
Sveppirnir eru steiktir á heitri pönnunni. Hvítlauknum er bætt út í ásamt rækjum og síðan hvítvíninu. Látið sjóða í hálfa mínútu.
Köldu smjöri er bætt út í til að soðið þykkni.
Soðinu er hellt yfir flökin.
Sítróna og salt borið með ásamt kartöflum.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffengur þorskur með hnetum

Sumum finnst fiskur dýr, en ekki má gleyma því að þegar flök eða hnakkar eru keyptir ferskir eða saltaðir, er nánast engin rýrnu...

thumbnail
hover

Skýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með...

Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarr...

thumbnail
hover

Iðandi af ungu fólki

Síðustu vikur hefur húsnæði Brims verið iðandi af ungu fólki en Sjávarútvegsskóli unga fólksins í Reykjavík, hefur haft aðst...