Vigri með mest af karfa

Deila:

Karfakvóti fiskveiðiársins er upp urinn, enda fiskveiðiárinu að ljúka. Kvótinn er lítill en karfagengd mikil. Leyfilegur heildarafli í ár er 30.933 tonn og aflinn orðinn 30.615 tonn. Í fyrra var kvótinn 38.271 tonn en veiðin varð 40.697 tonn, sem er ríflega 2.000 tonn umfram kvóta.

Sjö skip hafa landað meiru en þúsund tonnum. Þeirra aflahæst er Vigri RE með 1.819 tonn. Næstu skip eru Sólborg RE með 1,658 tonn, Helga María RE með 1.555 tonn, Breki VE með 1.358 tonn, Örfirisey RE með 1.357 tonn, Akurey RE með 1.299 tonn og Viðey RE með 1.277 tonn.

Deila: