Ýsuaflinn orðinn 16.000 tonn

Deila:

Ýsuaflinn á þessu fiskveiðiári er orðinn tæp 16.000 tonn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. Leyfilegur heildarafli er tæp 36.000 tonn. Því eru óveidd um 20.000 tonn, þegar um tveir þriðju hlutar fiskveiðiársins er eftir. Miðað er við slægðan fisk.

Sex skip eru komin með meira en 300 tonn. Það eru Bergey VE með 394 tonn, Vigri RE með 391 tonn, Gullver NS með 382 tonn, Dala-Rafn VE með 356 tonn, Örfirisey RE með 350 tonn og Sighvatur GK með 314 tonn.

Deila: