Minnt á skil afladagbóka

Deila:

Fiskistofa minnir á  mikilvægi þess að skila afladagbókum á réttum tíma. Skilafrestur á afladagbókum fyrir desember er til 14. janúar nk.

Í 9. gr. reglugerðar nr. 746/2016 um afladagbækur er kveðið á um að skylt sé að senda upplýsingar úr afladagbókum til Fiskistofu innan tveggja vikna frá lokum hvers mánaðar.

Dráttur á skilum á afladagbók getur leitt til veiðileyfissviptingar.

 

Deila: