Samningafundur í dag

Deila:

Samningafundur verður í kjaradeilu sjómanna, vélstjóra og útgerðarinnar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Fundurinn í dag verður sá þriðji á jafnmörgum dögum. Verkfall sjómanna hefur nú staðið frá 14. desember síðastliðnum.

Haft hefur verið eftir Konráð Alfreðssyni, varaformanni Sjómannasambands Íslands, og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að jákvæður tónn sé í viðræðunum og vonist þau til þess að samningar náist.
Ekki hefur verið rætt um að setja lög á verkfall sjómanna enda ný ríkisstjórn að taka við völdum í dag. Deildendur hafa alfarið hafnað slíkum hugmyndum.

 

Deila: