„Hefur öll einkenni eldislax”

Deila:

Lax sem veiddist í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi í síðustu viku hefur öll einkenni eldisfisks. Þegar fiskurinn veiddist vaknaði strax grunur um að fiskurinn væri af eldisuppruna og var honum komið til sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar.

Guðni Guðbergsson, sviðstjóri ferskvatnslífríkissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að fiskurinn hafi verið skemmdir á uggum eins er þekkt með eldislaxa. „Hann hafði líka samgróninga í innyflum sem koma í kjölfar bólusetningar eldisseiða en slíkt sést ekki í villtum fiskum. Greining á hreistri getur verið erfið án þess að hafa samanburð af hreistri úr kvíum á svæðinu því ýmiskonar meðhöndlun getur haft áhrif á hreisturmynstur,“ segir Guðni.

Hann telur líklegast að fiskurinn hafi sloppið úr kví sumarið 2016 og verið vetur í sjó og haldið sig þar framan af sumri í ár. Ekki er búið að DNA-greina fiskinn en það verður gert innan tíðar.

„Af útliti að dæma hafði þessi fiskur öll einkenni eldislax en ekki er hægt að svo stöddu að segja til um hvar hann hefur verið alinn,“ segir Guðni.

Frétt og mynd af bb.is

 

Deila: