Fiskvinnslufólk HB Granda heldur dagvinnulaunum

Deila:

Í tilefni frétta að undanförnu telur Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, rétt að halda því til haga að félagið hefur haldið ráðningarsambandi við allt sitt starfsfólk. Fiskvinnslufólk hjá HB Granda hefur því haldið dagvinnulaunum sínum frá því að verkfall sjómanna hófst. Hjá félaginu starfa um 400 manns við fiskvinnslustörf í Reykjavík, á Akranesi og á Vopnafirði.

 

Deila: