LS fundaði með sjávarútvegsráðherra

Deila:

Formaður og framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda funduðu í gær með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  „Eins og tilheyrir fyrsta fundi með ráðherra var félagið kynnt og farið yfir helstu áherslur í framtíðarplönum þess,“ segir á heimasíðu LS

Einnig voru ráðherranum kynntar samþykktir 32. aðalfundar LS sem haldinn var 13. og 14. október 2016.  Meðal þeirra málefna sem þar voru sérstaklega rædd við sjávarútvegsráðherra voru:
Strandveiðar, makrílveiðar, grásleppuveiðar, byggðakvóti, þorskkvótinn, fiskmarkaðir, uppboð veiðiheimilda og samningaviðræður.

Fyrirhugaðir eru fleiri fundir með ráðherranum á næstunni.

 

Deila: