Auðlindin.is í loftið

Deila:

Sjávarútvegsfréttaveita Ritforms ehf. hefur nú fengið nafnið Auðlindin en hún hefur um árabil verið rekin undir nafninu Kvótinn. Nýtt nafn er liður í þróun veffréttasíðunnar sem daglega er uppfærð og má þar fylgjast með öllu því helsta sem er að gerast í íslenskum sjávarútvegi. Ritform ehf. á og rekur einnig sjávarútvegstímaritið Ægi og gefur út blaðið Sóknarfæri í sjávarútvegi, auk þess að gefa út ýmsa aðra miðla sem tengjast atvinnulífinu, íslenskum fyrirtækjum og kynningu þeirra, bæði á innlendum vettvangi og erlendis.

„Okkur þótti nafnið Auðlindin vera hentugt og lýsandi á vef þar sem fjallað er um undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar, sjálfa sjávarútvegsauðlindina. Markmið okkar er að efla þjónustu Auðlindarinnar á frétta- og upplýsingasviðinu skref fyrir skref næstu misseri. Með þeim miðlum Ritforms ehf. þar sem fjallað er um sjávarútveginn, Auðlindinni, Ægi og Sóknarfæri, bjóðast auglýsendum einnig mikil tækifæri á einum stað til að ná augum og eyrum í þeirra sem starfa í íslenskum sjávarútvegi,“ segir Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Ritforms.

Ritstjóri Auðlindarinnar er Hjörtur Gíslason og er hann með aðsetur í Grindavík. Ritstjóri Ægis og Sóknarfæris er Jóhann Ólafur Halldórsson og er hann með aðsetur á Akureyri.

Auglýsingasjóri allra miðlanna er Inga Ágústdóttir.

 

Deila: